top of page

VINSÆLAR SÝNINGAR

Hér getur þú lesið um vinsælar sýningar sem hafa verið sýndar á Broadway.

Vinsælar sýningar: Intro

THE PHANTOM OF THE OPERA

The Phantom of the Opera er vinsælasta Broadway sýningin frá upphafi. Hún var frumsýnd þann 26. janúar 1988 og hefur verið sýnd yfir 13.370 sinnum og er en í sýningum. Gaston Leroux skrifaði söguna af The Phantom of the Opera. Sagan segir frá grímuklæddum manni sem læðist um í ræsunum undir Óperu húsinu í París og hrellir þá sem vinna í húsinu. En þegar söngkonan Christine kemur inn í líf hans verður hann ástfanginn og ákveður að gera hana að stjörnu.

IMG_2344.JPG.jpg
IMG_2345.JPG.jpg
IMG_2346.JPG.jpg
Vinsælar sýningar: About My Project
IMG_2354.JPG.jpg

CHICAGO

Chicago er skrifuð af Bob Fosse og Fred Ebb. Leikritið fjallar um Chicago á djassöldinni og byggir á raunverulegum glæpum og sögum sem blaðakonan Maurine Dallas Watkins greindi frá. Sýningin er næst mest sýnda sýningin í sögu Broadway en hún var frumsýnd 14. nóvember 1996 og hefur hún verið sýnd um 9.692 sinnum. Enn þann dag í dag er verið að sýna leikritið.  Þar sem leikritið er byggt á Chicago á djassöldinni er mikið um djass söng og dans í leikritinu.

Vinsælar sýningar: About My Project
IMG_2355.JPG.jpg

THE LION KING

The Lion King The Musical er byggt á Disney myndinni The Lion King og sú mynd var byggð á bók eftir Roger Allers og Irene Mecchi. Leikritið var frumsýnt þann 8. júní 1997. Leikritið hefur verið sýnt um 9.302 sinnum sem gerir það þriðja mest sýnda leikrit í sögu Broadway. Sagan fylgir Simba, sem er sonur Mufasa. Simbi á að verða næsti konungur ljónanna. En þegar Skari, bróðir Mufasa, kemur til að heimta kórónu sína fer allt í bál og brand.

Vinsælar sýningar: About My Project

WICKED

Wicked er vinsæl sýning á Broadway. Wicked var frumsýnd þann 28. maí 2003 og er enn í sýningu. Broadway söngleikurinn er eftir Stephen Schwartz en sagan er byggð á bók eftir Winnie Holzman. Sagan fjallar um nornirnar í Oz áður en að  Dóróthea kemur til sögunnar.

IMG_2348.JPG.jpg
IMG_2349.JPG.jpg
IMG_2350.JPG.jpg
IMG_2347.JPG.jpg
IMG_2353.JPG.jpg
IMG_2352_edited.jpg
Vinsælar sýningar: Gallery

HAMILTON

Hamilton er frægasta og vinsælasta Broadway sýningin sem er nú í sýningu. Lin-Manuel Miranda bjó til sýninguna og tónlistina. Einnig skrifaði hann bók sem er söngleikurinn í formi bókar. Verkið var frumsýnt þann 20. janúar 2015.  Hamilton fjallar um einn af landsfeðrum Bandaríkjanna, Alexander Hamilton og líf hans.

IMG_2356.JPG.jpg
Vinsælar sýningar: About My Project
IMG_2363.JPG.jpg

CATS

Söngleikurinn Cats var lengi sýndur á Broadway. Andrew Lloyd Webber skrifaði söguna og var sýningin frumsýnd 7. október 1981 og sýningum lauk 10. september 2000 eftir 7.485 sýningar. Sagan fjallar um ketti sem koma saman einu sinni á ári til að velja hvaða köttur meðal þeirra fær að endurfæðast í nýtt líf. Kettirnir verða að sýna sig og segja af hverju þeir eiga að endurfæðast en ekki einhver annar.

Vinsælar sýningar: Body

HEATHERS

Heathers er söngleikur sem Kevin Murphy og Laurence O’Keefe skrifuðu. Sagan er um venjulega stelpu, Veronicu, sem reynir að lifa af menntaskólaárin með því að reyna að ganga í augun á þrem vinsælustu stelpunum í skólanum en þær eru allar kallaðar Heather. En þegar hún hittir hann JD, flækist líf hennar með óviljandi morði og hefndum.

Vinsælar sýningar: Welcome
IMG_2360.JPG.jpg

THE BOOK OF MORMON

The Book of Mormon er saga eftir Trey Parker og Matt Stone en þeir gerðu einnig þættina South Park. Leikritið var frumsýnt 24. mars 2011. The Book of Mormon segir frá tveimur trúboðum sem ferðast til Úganda og reyna að boða trú á Jesú Krists. En þeim mætir mikið áhugaleysi frá bæjarbúum sem eru uppteknir af alvarlegri mál eins og AIDS/HIV, hungursneið og umskurð kvenna.

Vinsælar sýningar: About My Project
bottom of page