HVERNIG HAFA BROADWAY SÝNINGAR ÞRÓAST?
AF HVERJU VÖLDUM VIÐ ÞETTA VERKEFNI?
Við höfum báðar mikinn áhuga á leiklist og höfum báðar tekið þátt í að setja upp sýningu í áhugamannaleikhúsi hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Okkur langaði að skoða hvernig stórar Broadway sýningar verða til og kynna okkur sögu vinsælla Broadway sýninga.
HVAÐ ER BROADWAY?
Broadway eru leikhús sem eru staðsett í New York City í Bandaríkjunum. Sumar sýningar byrja á Broadway og ferðast svo um allan heim. Sýningar fara líka stundum Off-Broadway sem þýðir að þær eru sýndar í mun minni leikhúsum. Munurinn á Broadway sýningum og öðrum sýningum er gæði. Broadway sýningar eru alltaf með vel skrifaða sögu og vel samda tónlist sem gerir þær eftirminnilegar fyrir áhorfendur. Það kosta milljónir dollara að setja þessar sýningar upp. Þeir peningar eru notaðir í flókna búninga, flotta leikmuni, hágæða hljóðbúnað og aðra tæknilega þætti svo sem stærri svið með meira vængjarými. Það getur verið erfitt að segja hvað nákvæmlega gerir sýningarnar svona sérstakar en stór hluti af því er frábær saga, skemmtilegar og eftirminnilegar persónur og góð tónlist. Í ár, 2020, eru Broadway sýningar í smávegis pásu vegna Covid-19, en þær munu vonandi hefjast fljótlega aftur.