top of page

HVERNIG VERÐUR BROADWAY SÝNING TIL?

Hvernig verður Broadway sýning til: Intro
IMG_2367.JPG.jpg

UPPHAFIÐ

Þegar verið er að setja upp Broadway sýningu þarf að huga að mörgum þáttum eins og hvaða sýningu á að setja upp, hvort það þarf að sækja um einhver leyfi fyrir uppsetningunni? Og hvað þarf að gera til að hún verði eins glæsileg og hægt er? Þegar verk eru sett upp á Broadway þarf að huga að því hvort að þetta sé í fyrsta skiptið sem verið er að setja það upp eða hvort að eitthvað annað leikhús hafi sett það upp áður. Ef að verkið er alveg nýtt þarf leikstjórinn að taka allar ákvarðanir varðandi búninga, leikmuni, dansa og sviðsbrellur. Ef verkið hefur áður verið sýnt er hægt að styðjast við gamlar upptökur eða tala við fólk sem vann í þeirri uppsetningu til þess að fá hugmyndir og aðstoð.

Hvernig verður Broadway sýning til: Welcome
IMG_2366.JPG.jpg

SAMVINNA SKIPTIR ÖLLU

Það getur tekið nokkra mánuði, uppí mörg ár að setja upp eina Broadway sýningu. Það tók til dæmis eitt ár að semja fyrstu tvö lögin í verkinu Hamilton og sex ár að gera alla sýninguna. Þegar það er verið að setja upp leiksýningu, hvort sem það er á Broadway eða ekki, þá þarf að hafa keðju af fólki sem vinnur saman. Leikarar, leikstjórinn, fatahönnuðir, ljósamenn, aðstoðarmenn, förðunarfólk, leikmyndasmiðir og mun fleiri þurfa að hafa alla sína einbeitingu og athygli á sýningunni ef hún á að ganga upp.

Hvernig verður Broadway sýning til: About My Project

AÐ BYRJA AÐ SETJA UPP SÝNINGU

Hugmyndir að því hvaða leikrit á setja upp geta bæði komið frá áður skrifuðum verkum en einnig frá sögum sem þarf þá að skrifa handrit fyrir. Einnig verða atburðir í mannkynssögunni innblástur að nýjum verkum. Það getur tekið mörg ár að skrifa handrit við nýja söngleiki og sýningar. Það þarf líka að semja nýja tónlist og það er tímafrekt. Einnig þarf að fjármagna uppsetninguna. Venjuleg Broadway sýning getur kostað um 10 milljónir.

Hvernig verður Broadway sýning til: About My Project
IMG_2368.JPG.jpg

LEIKARAR OG ANNAÐ

Þegar kemur að því að velja leikara þarf að halda áheyrnarprufur. Í öllum leikritum þurfa að vera opnar prufur þar sem hver sem er getur reynt að fá hlutverkið. En oft eru leikstjórar búnir að fá einhverjar stjörnur til að lesa línur fyrir hlutverkið. Þegar búið er að velja í hlutverkin byrja æfingar. Æfingarnar geta verið mjög langar og erfiðar en æfingartíminn á flestum Broadway sýnigum er um átta til tíu tímar á dag, sex daga á viku í    4 - 6 vikur. Á þessum vikum eru líka búningahönnuðir að sauma búninga, smiðir að smíða sviðsmyndir og tæknifólk að hanna ljósin og hljóð. Þegar þetta er allt tilbúið er frumsýning og svo er verkið sýnt eins lengi og hægt er.

Hvernig verður Broadway sýning til: About My Project
bottom of page