top of page

ÞRÓUN Á BROADWAY SÝNINGUM FRÁ UPPHAFI

Þróun á Broadway sýningum : Welcome
IMG_2309_edited.jpg

FYRSTU BROADWAY SÝNINGARNAR

Árið 1866 hóf Broadway göngu sína. Opnunarsýningin var The Black Crook. Sýningin var allt öðruvísi en venjulegar leiksýningar á þessum tíma. Í henni var miklu meira af söng og dansi þó var einnig lögð mikil áhersla á að segja góða sögu. Fólk hefur alltaf verið ástfangið af Broadway.

Þróun á Broadway sýningum : About My Project
IMG_2311_edited.jpg

KREPPAN MIKLA

Árið 1929 varð Kreppan mikla í Bandaríkjunum. Þá fækkaði sýningum mikið vegna skorts á peningum en samt gáfust leikarar og leikstjórar ekki alveg upp. Þegar Kreppunni miklu lauk hafði orðið til mikið af nýju og spennandi efni sem sett var upp sem leikrit og söngleiki.

Þróun á Broadway sýningum : Intro

GULLNA ÖLDIN

Eftir kreppuna komu fram fullt af nýjum leikverkum og þá hófst Gullna Öld Broadway en hún var á árunum 1940-1960. Á Gullnu Öld Broadway voru sýndar margar frægar sýningar, eins og Oklahoma, Annie get your gun, Music Man og margar fleiri. Frá árinu 1970 og til dagsins í dag hafa komið fram enn fleiri frægar sýningar eins og Jesus Christ superstar, The Rocky Horror Show, The Wis, Annie og Grease.

IMG_2333.JPG.jpg
Þróun á Broadway sýningum : Body

NÝJUSTU SÝNINGAR BROADWAY

Nýjustu sýningar Broadway hafa ná miklum vinsældum sem hefur orðið til þess að fólk hefur fjölmennt á þær. Verk eins og Mamma Mia!, Hairspray, The Book of Mormon, Dear Evan Hansen, Hamilton og Beetlejuice eru með þeim vinsælustu. Í árdaga Broadway hafði fólk ekki úr miklu að moða varðandi sviðsmyndir og búninga. En eftir því sem árin liðu hafa sýningarnar alltaf stækkað og stækkað. Í dag eru sýningarnar með gríðar stórum sviðsmyndum, ýktum búningum og miklli tækni. Ljós, glimmer, tónlist og leikhúsbrellur færa áhorfandann í nýjan heim.

Þróun á Broadway sýningum : Welcome
bottom of page